Lífið

Amy Winehouse í meðferð

Rokkarinn Amy Winehouse, sem einmitt er þekktust fyrir lag sitt ,,Rehab", eða ,,meðferð" hefur séð ljósið og skráð sig í eina slíka í Essex á Bretlandi. Söngkonan var lögð inn á spítala í síðustu viku, þegar hún missti meðvitund í samkvæmi heima hjá sér eftir þriggja daga vöku undir áhrifum flestra eiturlyfja sem þekkjast.

Í kjölfarið lét hún svo hafa eftir sér að meðferð væri bara fyrir aumingja, og hún þyrfti bara langt gott spjall við pabba sinn til að líða betur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.