Lífið

Rifrildi innan fjölskyldunnar opnaði augu Amy

MYND/GettyImages

Jazzdívan Amy Winehouse og eiginmaður hennar Blake Fielder-Civil hafa loks gefið eftir og ákveðið að fara í meðferð. Söngkonan varð miður sín í kjölfar heiftarlegs rifrildis sem upp kom á milli föðurs hennar og tengdaföðurs vegna neyslu þeirra hjóna.

Vinkona söngkonunnar sagði atvikið hafa opnað augu hennar fyrir því að fjölskyldan hefði miklar áhyggjur af þeim og að þau yrðu að gera eitthvað í sínum málum til að valda ekki frekari usla. Hin skemmtanaglöðu hjón, sem bæði eru talin háð heróíni og kókaíni, flugu til Bandaríkjanna til að þiggja bæði afeitrun og sérfræðiráðgjöf.

Áhyggjur af ástandi söngkonunnar náðu hámarki þegar hún var flutt á spítala á miðvikudaginn síðastliðinn eftir að hafa sukkað samfleytt í þrjá daga en hún neitaði að fara í meðferð í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.