Afmælistónleikar Kaupþings kosta yfir þrjátíu milljónir 14. ágúst 2007 15:38 Bankabræður bjóða til veislu MYND/365 Afmælistónleikar Kaupþings verða haldnir á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið næstkomandi og er engu til sparað við að gera þá sem glæsilegasta úr garði. Heimildir Vísis herma að herlegheitin kosti yfir þrjátíu milljónir en Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi Kaupþings vill ekkert gefa upp um kostnaðinn. Hann segir rekstur Kaupþings ganga vel og að bankinn vilji nota 25 ár afmælið til að bjóða þjóðinni í tónlistarpartý. Einar Bárðarson sem skipuleggur tónleikana fyrir Kaupþing segir þetta stærstu tónleika sem Consert hefur staðið að. "Við höfum staðið fyrir 30 tónlistarviðburðum þar á meðal með Jose Carreras, Josh Groban og Van Morrison en þessir tónleikar toppa allt," segir Einar. Benedikt segir að sviðið verði staðsett fyrir framan litlu stúkuna. Gestir geta því horft á tónleikana úr stóru stúkunni en einnig verður gerð brú niður á völlinn þar sem hægt verður að standa. Kaupþing hefur flutt inn sérhannaðar plötur frá Bretlandi sem munu þekja völlinn og hlífa honum. Fimm fjörtíu feta gámar með plötunum eru komnir til landsins en ekki verður hægt að hefjast handa við að koma þeim og sviðinu upp, fyrr en eftir leik Vals og Breiðabliks sem fram fer á vellinum á fimmtudagskvöldið. Á tónleikunum verður hægt að berja helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins augum og má þar nefna Pál Óskar, SS-Sól, Todmobile, Garðar Thor Cortes, Nylon, Mugison og fleiri. Tónleikarnir byrja klukkan sex og er aðgangur ókeypis. Þeir sem ekki komast geta hlustað á beina útsendingu á RÚV. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Afmælistónleikar Kaupþings verða haldnir á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið næstkomandi og er engu til sparað við að gera þá sem glæsilegasta úr garði. Heimildir Vísis herma að herlegheitin kosti yfir þrjátíu milljónir en Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi Kaupþings vill ekkert gefa upp um kostnaðinn. Hann segir rekstur Kaupþings ganga vel og að bankinn vilji nota 25 ár afmælið til að bjóða þjóðinni í tónlistarpartý. Einar Bárðarson sem skipuleggur tónleikana fyrir Kaupþing segir þetta stærstu tónleika sem Consert hefur staðið að. "Við höfum staðið fyrir 30 tónlistarviðburðum þar á meðal með Jose Carreras, Josh Groban og Van Morrison en þessir tónleikar toppa allt," segir Einar. Benedikt segir að sviðið verði staðsett fyrir framan litlu stúkuna. Gestir geta því horft á tónleikana úr stóru stúkunni en einnig verður gerð brú niður á völlinn þar sem hægt verður að standa. Kaupþing hefur flutt inn sérhannaðar plötur frá Bretlandi sem munu þekja völlinn og hlífa honum. Fimm fjörtíu feta gámar með plötunum eru komnir til landsins en ekki verður hægt að hefjast handa við að koma þeim og sviðinu upp, fyrr en eftir leik Vals og Breiðabliks sem fram fer á vellinum á fimmtudagskvöldið. Á tónleikunum verður hægt að berja helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins augum og má þar nefna Pál Óskar, SS-Sól, Todmobile, Garðar Thor Cortes, Nylon, Mugison og fleiri. Tónleikarnir byrja klukkan sex og er aðgangur ókeypis. Þeir sem ekki komast geta hlustað á beina útsendingu á RÚV.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira