Lífið

Þorstreinn J. með nýjan menningarþátt

MYND/365

Nýr menningarþáttur hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu með haustinu og mun hann eingöngu fjalla um leikhús og kvikmyndir. Þorsteinn J. Vilhjálmsson mun stýra þættinum en honum til halds og trausts verða Andrea Róbertsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og Ásgrímur Sverrisson. Þorsteinn segir það góða hugmynd að þrengja sjónarhornið og fjalla ekki um alla mögulega menningu í einum þætti. Með því móti sé hægt að kafa dýpra í efnið.

Í þættinum verða fréttir úr hinum stóra bíóheimi bæði hérlendis og erlendis en einnig verður fjallað um kvikmyndir í sögulegu samhengi. Fjallað verður um það sem er að gerst í leikhúsum landsins en ekki einungis fylgst með frumsýningum heldur einnig skyggnst á bak við tjöldin og til dæmis farið á samlestra. "Hugmyndin er að gefa fólki góða innsýn inn í þessa tvo heima bæði út frá faglegu sjónarmiði og með skemmtanagildi í huga," segir Þorsteinn.

Þættirnir sem verða 25 mínútna langir verða sýndir á fimmtudagskvöldum í vetur og fer fyrsti þátturinn í loftið 20. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.