Lífið

Lindsey Lohan þrífur klósett

MYND/GettyImages

Fregnir herma að Lindsey Lohan standi sig vel í þriðju meðferð sinni og sé fyrirmyndarsjúklingur en hún dvelur nú á Cirque Lodge meðferðarstofnuninni í Utah. Hún sækir AA-fundi daglega, þrífur klósett, vaskar upp og þvær þvott.

Leikkonan skráði sig í meðferðina í kjölfar þess að hún var tekin af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fyrir vörslu kókaíns.

Í síðustu viku kom fyrrverandi sjúklingur á stofnuninni fram í bandaríska skemmtiþættinum Entertainment Tonight og sagði að Lohan fengi einkaherbergi og að komið væri öðruvísi fram við hana en aðra sjúklinga. Hún hefur ef til vill verið látin taka til hendinni í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.