Lífið

Íslenskt lopamynstur í bandarískri tískubúð

Íslenskt mynstur
Íslenskt mynstur

Bandaríska verslunarkeðjan Urban Outfitters selur peysur undir nafninu "Lux Reykjavik Sweaters" eða reykvískar lúxuspeysur. Peysurnar eru stutterma, með klassísku íslensku lopapeysumynstri og fást í ýmsum litum.

Þær eru þó ekki gerðar úr íslenska lopanum heldur acryl, angoru og nyloni. Urban Outfitters er ein stærsta og útbreiddasta fatakeðja í Bandaríkjunum og hægt er að skoða vörurnar á slóðinni urbanoutfitters.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.