Lífið

Hundruð bíða eftir nýjum Land Cruiser

Mikil eftirvænting ríkir hjá þeim sem bíða eftir nýjum Land Cruiser 200, flaggskipinu frá Toyota. Rúmlega 300 manns hafa nú skráð sig á biðlista eftir bílnum, sem reikna má með að kosti um 10 milljónir króna. Engar myndir hafa enn verið birtar af bílnum en framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota hefur séð hann og segir hann gríðarlega flottan.

 

Haraldur Þ. Stefánsson, hjá Toyota, segir segir gríðarlega eftirvæntingu ríkja eftir nýja bílnum og segir hann flaggskipið fyllilega standa eftir væntingum. Hann er einn fárra sem hefur séð bílinn og segir hann gríðarlega öflugan jeppa sem uppfylli um leið allar nútíma kröfur um þægindi. Hann vill ekki gefa upp hvað bíllinn mun kosta, en reikna má með því að verðið verði einhvers staðar í kring um tíu milljónir.

 

Bílsins er að vænta í janúar á næsta ári og býst Haraldur við því að fyrstu myndir fari að berast með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.