Innlent

Bílvelta á Hólsfjallavegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Bíll velti á Hólsfjallavegi á fimmta tímanum í gær. Ökumaður og farþegar, sem eru spænskir ferðamenn, sluppu ómeiddir en bifreiðin er ónýt að sögn lögreglunnar á Húsavík. Lögreglan segir að árlega eyðileggist fjölmargir bílar á þessum vegi þegar ferðamenn velta þeim. Ein bílaleigan hefur tapað sjö bílum á tveimur árum af þessum sökum.

Hólsfjallavegur liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu. Vegurinn er mjög grófur og erfiður yfirferðar og hefur Vegagerðin var við honum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×