Innlent

Verðlaunuðu fyrir árangur í Ástarvikunni

Foreldrar barna sem komu undir á Ástarviku í Bolungarvík í fyrra voru verðlaunaðir á Ástarvikunni í dag. Yfirlýstur tilgangur vikunnar er að fjölga íbúum bæjarins. Faðmlaganámskeið er á meðal þess sem í boði er.

Ástarvikan er nú haldin í fjórða sinn. Tilgangur vikunnar er að hvetja Bolvíkinga til frekari barneigna og fjölga íbúum bæjarins. Þeir voru rétt rúmlega níu hundruð fyrsta desember á síðasta ári.

Í dag voru foreldrar þeirra tveggja barna sem komu undir í Ástarviku síðasta árs verðlaunaðir. Framkvæmdastjóri Ástarvikunnar segir vel fylgst með því hvernig bæjarbúar koma til með að standa sig þessa vikuna og vonast til að ástareldar logi glatt í hjónaherbergjum Bolvíkinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×