Innlent

Áhrif veikingar krónunnar á síðustu vikum

Gengislækkun krónunnar undanfarið hefur haft þau áhrif að tuttugu milljóna króna lán sem var tekið um miðjan júlí hefur hækkað um tvær milljónir króna. Á sama tíma hefur þeim Íslendingum fjölgað sem hafa kosið að taka lán í erlendri mynt og veðja þannig á stöðugt gengi krónunnar.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, varaði almenning við því að taka lán í erlendri mynt í byrjun júlí mánaðar. Þá hafði krónan verið mjög sterk um nokkuð skeið. Frá því um miðjan júlí hefur krónan hins vegar veikst um í kringum tíu prósent. Þetta hefur þau áhrif að höfuðstóll tuttugu milljón króna láns sem tekið var um miðjan júlí síðastliðinn hefur hækkað síðan þá um tvær milljónir króna eða upp í tuttugu og tvær milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×