Innlent

Fagna afmæli konungs

Enginn núlifandi konungur hefur ríkt eins lengi og Rama níundi, konungur Tælands, og innan tveggja ára verður hann sá þjóðhöfðingi sem lengst hefur verið við völd í heimssögunni. Í dag var áttræðis afmælis Rama níunda minnst um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. Um það bil eitt þúsund Tælendingar búa hér á landi og komu þeir saman af þessu tilefni í Ráðhúsinu í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×