Lífið

Eiginmaður Mel B. ekkert lamb

Hjónin
Hjónin MYND/GettyImages
Hinn nýi eiginmaður Mel B. sem hún giftist á laun í Las Vegas í júní síðastliðinn hefur orðið uppvís að því að leggja hendur á fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður.

Kvikmyndaframleiðandinn Stephen Belafonte viðurkenndi fyrir dómi árið 2003 að hafa lagt hendur á Nicole Contreras á heimili þeirra í Beverly Hills.

Nicole hafði sýnilega áverka eftir barsmíðarnar en Belafonte komst þó hjá fangelsisvist. Hann fékk skilorðsbundinn dóm og var gert að taka þátt í námskeiði fyrir menn sem beita heimilisofbeldi.

Önnur fyrrverandi ástkona Belafonte hefur síðan sagt frá því að hann hafi haldið framhjá henni.

Vinkona kryddpíunnar fyrrverandi segist slegin yfir þessum fréttum en segir Mel B. hafa gengið inn í hjónabandið með opin augu og að hún viti um fortíð Belafonte.

Nicole sem á unga dóttur með Belafonte segir atvikið hluta af fortíðinni og telur að hann sé breyttur maður í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.