Innlent

Leiktæki sem 11 ára stúlka festist í er kolólöglegt

Sighvatur Jónsson skrifar
Leiktæki sem ellefu ára stúlka festist í, í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, er kolólöglegt. Forvarnarfulltrúi fann fimm atriði sem uppfylla ekki öryggisstaðla við skoðun í dag.

Stúlkan var að leika sér við boltaspjald og festist við að klifra í gegnum gat á því. Slökkviliðsmenn þurftu að saga hana lausa.

Reglur kveðja á um að göt á leiktækum megi alls ekki vera á bilinu 9 til 23 sentímetrar. Í stuttri skoðunarferð með Herdísi Storgaard á leikvellinum í dag gerði hún athugasemdir við fernt í viðbót. Festing boltaspjaldsins að framan er hættuleg, og sömuleiðis að aftan þar sem börn geta fest sig á milli járnstanga þar. Byggingajárn fyrir aftan boltaspjaldið á heldur ekki heima á leikvelli.

Að mati Herdísar var þó einna mesta skítalyktin, ef svo má segja, af kúaskít á miðjum leikvellinum, sem er vinsæll meðal geitunga og annarra flugna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×