Lífið

Fyrrum lífvörður Lindsay opnar sig

Lindsey var nýlega ákærð fyrir að aka undir áhrifum
Lindsey var nýlega ákærð fyrir að aka undir áhrifum MYND/Gettyimages

Tony Almeida, fyrrum lífvörður Lindsay Lohan, hefur opnað sig um ýmislegt misjafnt í uppvexti leikkonunnar. Hann segir að foreldrar hennar hafi vanrækt hana, beitt hana ofbeldi og notað hana til að græða peninga.

Hann rifjar upp atvik þar sem faðir Lindsey missti stjórn á skapi sínu við akstur, snarhemlaði, dró Lindsay út, hrinti henni á bílinn og kallaði hana hóru. Almeida þurfti að ganga á milli og draga föður hennar í burtu.

Samkvæmt honum var móðir Lindsey heldur ekki mikið að kippa sér upp við unglingadrykkju né að hún væri að umgangast stráka. Þegar hún var 15 ára gömul fékk hún að eyða nótt á hótelherbergi með fyrrum kærasta sínum Aaron Carter. "Þau vissu að hún myndi sofa í sama herbergi og hann en virtust ánægð með sambandið þar sem þau töldu Carter geta ýtt undir söngferil hennar," segir Almeida.

Það er því kannski ekki að undra að Lindsey hafi lent í vandraæðum í seinni tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.