Innlent

Gjörbylting í fjarskiptum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fyrirtækið Hibernia Atlantic vinnur að því að leggja nýjan ljósleiðarastreng, sem mun tengja Ísland við neðanjarðarstrengjanet í Norður-Atlantshafi, eftir því sem fram kemur á vefnum Teleography.com.

Fullyrt er að Ísland muni fá beina tengingu við Norður-Ameríku, Írland, London og meginland Evrópu í gegnum nýja sæstrenginn. Samkvæmt fréttinni leyfir ný strengurinn umferð í austur og vestur og með honum munu Íslendingar fá beinan aðgang að 42 borgum.

Gert er ráð fyrir að tengingin verði tekin í gagnið á haustmánuðum 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×