Yfirvöld á Akureyri hvött til afsagnar 8. ágúst 2007 20:16 Ungmenni á borð við þessi fengu ekki að heimsækja Akureyri um síðustu helgi. MYND/Hilli Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. Banni skellt á með skömmum fyrirvara Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, stendur fyrir listanum. Hann gagnrýnir bæjarstjórann og meirihlutann harðlega í samtali við Vísi og segir þau vanhæf til að gegna störfum sínum. „Við höfum alltaf staðið í stappi við bæjaryfirvöld vegna þessarar hátíðar um verslunarmannahelgina og sniðið hana að þeirra kröfum hverju sinni," segir Birgir. Hann segir málin þó hafa versnað til muna með tilkomu nýs meirihluta í bænum. „Í júní lofuðu þeir okkur að tjaldsvæðamálin yrðu í lagi. Þar yrði aðeins 18 ára aldurstakmark sem er eðlilegt að okkar mati." Hann segir að þetta loforð hafi síðan verið svikið með afar stuttum fyrirvara en tilkynnt var um bannið á mánudaginn fyrir viku síðan, aðeins nokkrum dögum fyrir hátíðina. Hátíðin ónýt „Við lítum svo á að með þessari ákvörðun hafi mótshaldarar í raun setið uppi með ónýta hátíð," segir Birgir. Hann segir að allur undirbúningur verslunarmanna á svæðinu hafi miðað að því að þessi aldurshópur væri velkominn til bæjarins. Hann tekur einnig dæmi af kynningarbæklingi sem prentaður hafi verið í 50 þúsund eintökum og dreift um allt land. Þar hafi staðið skýrum stöfum að aldurstakmarkið væri 18 ár. Birgir segist álíta að tjón vegna þessarar ákvörðunar hlaupi á tugum milljóna króna. Ætlar að opna bloggsíðu Aðspurður segir Birgir söfnun undirskrifta ganga vel og að hann áformi að koma bloggsíðu í loftið í kvöld eða á morgun. „Ég ætla síðan að reyna að koma listanum til bæjarstjórnarinnar á föstudaginn kemur." Hann segist ennfremur trúa því og vona að einhver utanbæjarmaður kæri bannið á grundvelli almennra mannréttinda. Tjaldsvæðið rekið eins og fangelsi Birgir er ennfremur ósáttur við fyrirkomulag það sem í gildi sé um tjaldsvæði bæjarins en skátarnir hafa þann rekstur með höndum. „Mér finnst að það eigi að bjóða þennan rekstur út á meðal einkaaðila því skátarnir eru engan veginn að gera þetta á viðunandi hátt." Birgir segir að reglur skátanna á svæðinu séu alltof strangar og tekur dæmi af síðustu helgi. „Þeir reka þetta bara eins og fangelsi og um helgina var í gildi heimsóknarbann á tjaldsvæðinu eftir klukkan tólf." Birgir segir að lokum að ekki sé útséð með hvort farið verði í skaðabótamál við bæinn, en að það komi til greina. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. Banni skellt á með skömmum fyrirvara Birgir Torfason, meðlimur í Vinum Akureyrar, stendur fyrir listanum. Hann gagnrýnir bæjarstjórann og meirihlutann harðlega í samtali við Vísi og segir þau vanhæf til að gegna störfum sínum. „Við höfum alltaf staðið í stappi við bæjaryfirvöld vegna þessarar hátíðar um verslunarmannahelgina og sniðið hana að þeirra kröfum hverju sinni," segir Birgir. Hann segir málin þó hafa versnað til muna með tilkomu nýs meirihluta í bænum. „Í júní lofuðu þeir okkur að tjaldsvæðamálin yrðu í lagi. Þar yrði aðeins 18 ára aldurstakmark sem er eðlilegt að okkar mati." Hann segir að þetta loforð hafi síðan verið svikið með afar stuttum fyrirvara en tilkynnt var um bannið á mánudaginn fyrir viku síðan, aðeins nokkrum dögum fyrir hátíðina. Hátíðin ónýt „Við lítum svo á að með þessari ákvörðun hafi mótshaldarar í raun setið uppi með ónýta hátíð," segir Birgir. Hann segir að allur undirbúningur verslunarmanna á svæðinu hafi miðað að því að þessi aldurshópur væri velkominn til bæjarins. Hann tekur einnig dæmi af kynningarbæklingi sem prentaður hafi verið í 50 þúsund eintökum og dreift um allt land. Þar hafi staðið skýrum stöfum að aldurstakmarkið væri 18 ár. Birgir segist álíta að tjón vegna þessarar ákvörðunar hlaupi á tugum milljóna króna. Ætlar að opna bloggsíðu Aðspurður segir Birgir söfnun undirskrifta ganga vel og að hann áformi að koma bloggsíðu í loftið í kvöld eða á morgun. „Ég ætla síðan að reyna að koma listanum til bæjarstjórnarinnar á föstudaginn kemur." Hann segist ennfremur trúa því og vona að einhver utanbæjarmaður kæri bannið á grundvelli almennra mannréttinda. Tjaldsvæðið rekið eins og fangelsi Birgir er ennfremur ósáttur við fyrirkomulag það sem í gildi sé um tjaldsvæði bæjarins en skátarnir hafa þann rekstur með höndum. „Mér finnst að það eigi að bjóða þennan rekstur út á meðal einkaaðila því skátarnir eru engan veginn að gera þetta á viðunandi hátt." Birgir segir að reglur skátanna á svæðinu séu alltof strangar og tekur dæmi af síðustu helgi. „Þeir reka þetta bara eins og fangelsi og um helgina var í gildi heimsóknarbann á tjaldsvæðinu eftir klukkan tólf." Birgir segir að lokum að ekki sé útséð með hvort farið verði í skaðabótamál við bæinn, en að það komi til greina.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira