Innlent

Úr sér gengið atvinnuhúsnæði víkur fyrir íbúðum á Kársnesi

Nýtt deiliskipulag fyrir reit á Kársnesi var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Um er að ræða skipulag fyrir reit sem hefur að geyma úr sér gengið atvinnuhúsnæði en á reitnum á nýtt íbúðarhúsnæði að rísa.

Fjölmargir íbúar á Kársnesi hafa mótmælt harðlega hafnarframkvæmdum á nesinu en margir telja að umferð aukist gríðarlega á svæðinu.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, telur að samþykkt bæjarstjórnar í Kópavogi í dag sé lýsandi fyrir vinnubrögð meirihlutans þar í bæ, en hún segir að mál séu keyrð í gegnum bæjarstjórn án nægilegs samráðs við íbúana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×