Lífið

Viðurkenning fyrir japanskt lógó

Oscar Bjarnason, grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni, Fíton hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir lógó sem hann hannaði fyrir vefsvæði sitt. Japanski fataframleiðandinn UNIQLO hefur keypt lógóið í framhaldinu. Verður lógóið notað á boli framleiðandans í verslunum um allan heim..

„Það er gaman að því að hafa fengið þessa viðurkenningu og töluverður heiður fyrir mig," segir Oscar Bjarnason. Lógóið sem hér um ræðir ber nafnið Systm og gerði Oscar það upphaflega fyrir vefsvæði sem hann er með ásamt öðrum. Var Systm valið ásamt 20 öðrum lógóum af um 30.000 slíkum sem send voru í samkeppni á vegum Los Logos.

Oscar Bergsson.

Los Logos er bókaútgáfa sem sérhæfir sig í lógóum og vörumerkjum. Í framhaldi af þessu ákvað UNIQLO að nota Systm á boli við opnum nýrrar verslunar sinnar í New York. UNIQLO rekur um 550 verslanir fyrir ungt fólk um allan heima og starfsmenn þess eru um 20.000 talsins.

Annar íslenskur hönnuður, Ragnar Freyr, sem búsettur er í Michigan í Bandaríkjunum, var einnig meðal þeirra 20 hönnuða sem hlutu viðurkenningu hjá Los Logos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.