Innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar dómi í kókaínmáli

Mennirnir sögðust ekki hafa vitað af því að þeir væru með fíkniefni undir höndum.
Mennirnir sögðust ekki hafa vitað af því að þeir væru með fíkniefni undir höndum. Mynd/ GVA
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir innflutning á fjórum kílóum af kókaíni í lok síðasta árs. Mennirnir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júlí síðastliðinn.

Öðrum manninum var gefið að sök að hafa flutt hingað til lands tæp 4 kíló af kókaini, sem falin voru í Benz bifreið og afhent þau félaga sínum. Félagi hans var sakaður um að hafa tekið við efnunum og að hafa undirbúið þau til dreifingar hér á landi. Ákærðu neituðu sök og báru að þeir hafi ekki vitað að þeir hafi haft ólögleg efni undir höndum. Það var niðurstaða dómsins að ekki væri hægt að hrekja þessar skýringar mannanna og voru þeir því sýknaðir.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins, segir að umbjóðandi sinn eigi ekki von á öðru en að hæstiréttur muni staðfesta niðurstöðu héraðsdóms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×