Íslenski boltinn

Pesic hættur hjá Fram

Stjórn Fram og Igor Pesic hafa komist að þeirri niðurstöðu að rifta samningi leikmannsins. Pesic hefur því lokið leik með Fram en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir þetta leiktímabil. Hann lék níu leiki fyrir Fram í sumar og klúðraði meðal annars tveimur vítaspyrnum. Fram er í næstneðsta sæti Landsbankadeildarinnar með átta stig eftir 11 leiki. Félagið hefur fengið til sín tvo útlendinga á síðustu dögum, Nígeríumann og Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×