Innlent

Umhverfisráðherra vill skerpa á eftirlitshlutverki sveitarstjórna varðandi smávirkjanir

Sighvatur Jónsson skrifar

Umhverfisráðherra segir að skerpa þurfi á eftirlitshlutverki sveitarstjórna og möguleika þeirra á að grípa inn þegar framkvæmdaaðilar smærri virkjana fylgi ekki framkvæmdaáætlunum. Skipaður hefur verið starfshópur til að endurskoða hvernig leyfisveitingum og eftirliti er háttað vegna slíkra framkvæmda.

Um helgina var ákveðið að skipa starfshóp á vegum iðnaðar-, umhverfis- og félagsmálaráðuneyta, til að endurskoða verkferla í sambandi við leyfisveitingar smærri virkjana. Múlavirkjun og Fjarðarárvirkjun hafa verið í umræðunni, þar sem í báðum tilfellum upphaflegum áætlunum var ekki fylgt, sem Skipulagsstofnun hefur gert athugasemdir við.

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að skerpa þyrfti eftirlit sveitarstjórna með smávirkjunum. Hún telur þó ekki að ríkið eigið að grípa inní þegar sveitarstjórnar sinna ekki eftirlitsskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×