Innlent

Kynferðisbrotadeild rannsakar mál 5 ára gamallar stúlku

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðin karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega í Laugarneshverfinu þann 30. júní síðastliðinn. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda og búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara fyrir vikulok. Engin tengsl eru milli meints geranda og stúlkunnar að sögn lögreglunnar.

Foreldrar í hverfinu hafa varað hvert annað við manninum, en Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla hafði ekki heyrt af atvikinu þegar Visir.is hafði samband við hana í dag. Ekki náðist samband við leikskólastjóra þeirra þriggja leikskóla sem eru í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×