Lífið

Kristinn kaupir í Skuggahverfi

Kristinn Björnsson
Kristinn Björnsson MYND/365

Kristinn Björnsson var fyrstur til að kaupa íbúð í öðrum áfanga íbúðabygginga í 101 Skuggahverfi. Íbúðin sem hann hefur fest kaup á er á 10. hæð að Lindargötu 37. Hún er 254 fermetrar og þar með er talinn 100 fermetra þakgarður. Íbúðin er með þeim stærri sem boðnar eru út í þessum áfanga og kostar 145 milljónir króna, en er án allra innréttinga.

Kristinn hagnaðist mikið á sölu hlutabréfa í Straumi Burðarás á síðasta ári og er auk þess meðeigandi í fjárfestingafélaginu Gnúpi ásamt Magnúsi Kristinssyni og Þórði Má Jóhannessyni. En félagið á hlut í FL group.

Auk íbúðarinnar að Lindargötu eiga þau hjónin Kristinn og Sólveig Pétursdóttir glæsilegt hús við Fjólugötu.

101 Skuggahverfi afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg og Lindargötu. Á svæðinu verða 15 íbúabyggingar með 250 íbúðum. Fyrsti áfangi samstæðunnar er risinn með 79 íbúðum. Gert er ráð fyrir um 800 íbúum á svæðinu. Nú má velta fyrir sér hvort til standi að selja húsið við Fjólugötu en Kristinn vildi ekkert tjá sig er Visir.is innti eftir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.