Þrjú alvarleg bílslys í umdæmi Selfosslögreglu Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. ágúst 2007 10:15 Helgin var lögreglumönnum á Selfossi erfið. Mynd/ Hörður Sveinsson Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði á áttunda tímanum í gærmorgun. Ökumaðurinn var einn í bíl sínum en talið er að hann hafi kastast út úr bílnum. Þetta var sjötta banaslysið í umferðinni á árinu Á sunnudagsmorgun hugðust lögreglumenn athuga ástand ökumanns við Flúðir. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók inn á veg að Hvítárholti. Í beygju á blindhæð missti ökumaður stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði í skurði. Tveir voru í bifreiðinni ökumaðurinn og eigandi bifreiðarinnar sem var farþegi. Þeir slösuðust báðir lítillega. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um bifreið á hvolfi utan vegar undir Ingólfsfjalli skammt austan við Kögunarhól. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið ekið austur Suðurlandsveg og ökumaður misst stjórn á bifreiðinni á veginum með þeim afleiðingum að hún fór út af sunnan megin vegarins. Bifreiðin valt og talið er að hún hafi runnið á toppnum áfram þar sem hún stakkst í skurðbakka og kastaðist uppúr skurðinum og stöðvaðist á toppnum á skurðbakkanum. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, kastaðist út úr henni og lá á skurðbotninum þegar að var komið. Mikið lán var að lítið sem ekkert vatn var í skurðinum en maðurinn gat sig hvergi hreyft þegar að honum var komið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi vegna höfuðáverka. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði á áttunda tímanum í gærmorgun. Ökumaðurinn var einn í bíl sínum en talið er að hann hafi kastast út úr bílnum. Þetta var sjötta banaslysið í umferðinni á árinu Á sunnudagsmorgun hugðust lögreglumenn athuga ástand ökumanns við Flúðir. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók inn á veg að Hvítárholti. Í beygju á blindhæð missti ökumaður stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði í skurði. Tveir voru í bifreiðinni ökumaðurinn og eigandi bifreiðarinnar sem var farþegi. Þeir slösuðust báðir lítillega. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um bifreið á hvolfi utan vegar undir Ingólfsfjalli skammt austan við Kögunarhól. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið ekið austur Suðurlandsveg og ökumaður misst stjórn á bifreiðinni á veginum með þeim afleiðingum að hún fór út af sunnan megin vegarins. Bifreiðin valt og talið er að hún hafi runnið á toppnum áfram þar sem hún stakkst í skurðbakka og kastaðist uppúr skurðinum og stöðvaðist á toppnum á skurðbakkanum. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, kastaðist út úr henni og lá á skurðbotninum þegar að var komið. Mikið lán var að lítið sem ekkert vatn var í skurðinum en maðurinn gat sig hvergi hreyft þegar að honum var komið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi vegna höfuðáverka. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira