Innlent

Stöðvaður á 169 kílómetra hraða

Ungur ökumaður var stöðvaður á 169 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, nálægt Keldum, um áttaleytið í kvöld. Á þessum slóðum er 80 kílómetra hámarkshraði. Að sögn lögreglu var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Sektarheimildir lögreglu ná ekki yfir svo mikinn hraða og því þarf maðurinn að mæta fyrir dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×