Innlent

Hátt í sex þúsund manns á ein með öllu

Talið er að hátt í sexþúsund manns hafi verið á hátíðinni ein með öllu á Akureyri um helgina sem er helmingi færra en vant er. Hátíðarhaldarar eru ósáttir við ákvörðun bæjarins um að meina fólki á aldrinum þrettán til átján ára aðgengi að tjaldsvæðum bæjarins.

Bæjaryfirvöld á Akureyri tilkynntu fyrir helgi að gestir á aldrinum 18 til 23 ára sem legðu leið sína þangað um helgina gætu átt von á því að vera meinaður aðgangur að tjaldsvæðum. Þessi ákvörðun bæjaryfirvalda virðist hafa haft mikil áhrif á hátíðina Ein með öllu sem þar var um helgina en þangað komu í ár um sex þúsund manns sem er um helmgi færri en fyrri ár. Verslunareigandi í bænum segir að kaupmenn hafi orðið af miklum tekjum um helgina vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að loka tjaldsvæðum fyrir ungmennum. Lögreglan telur litla reynslu komna á áhrif þess að meina hópnum aðgang að tjaldsvæðum og telur fleiri ár þurfa til að meta það.

Ungmennafélagsmót sem haldið var á Höfn í Hornafirði var líklega með stærri hátíðum helgarinnar. Þar voru vel yfir sjö þúsund manns um helgina, keppt var í hinum ýmsu íþróttum og gekk helgin þar vel.

Talsvert færri lögðu ferð sína á Síldarævintýrið á Siglufirði en fyrri og það sama má segja um Neistaflug. Mótshaldarar þar eru ánægðir með helgina sem gekk að mestu áfallalaust fyrir sig líkt og skemmtanahald um allt land um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×