Innlent

Hátt í 11 þúsund manns í Herjólfsdal

Hátíðarhöld hafa víðast hvar á landinu farið vel fram. Hátt í ellefu þúsund manns voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Formaður þjóðhátíðarnefndar man varla eftir annari eins þjóðhátíð. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina.

Erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og um helgina. Fjórir gistu fangageymslur í nótt. Alls hafa komið upp ellefu fíkniefnamál á hátíðinni sem er minna en síðustu ár. Í öllum tilvikum nema einu var um að ræða lítilræði af efnum. Tæplega tvítugur karlmaður var tekinn með 14 skammta af LSD.

Flytja þurfti karlmann á þrítugsaldri á sjúkrahús í Reykjavík eftir slys í gær en maðurinn fékk höfuðhögg.

Í gærkvöld var lokakvöld hátíðarinnar og var brekkan í Herjólfsdal þéttsetin. Veðrið lék við gesti og Árni Johnsen stýrði brekkusöng.

Formaður þjóðhátíðarnefndar er ánægður með hátína.

Þjóðhátíðargestir hafa í allan dag streymt frá Eyjum. Byrjað var að fljúga þaðan klukkan fimm í morgun og sigldi Herjólfur einnig með þjóðahátíðargesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×