Innlent

Lögreglan lýsir eftir konu

Lögreglan á Snæfellsnesi lýsir eftir Katju Gniesmer. Katja er fædd árið 1973, hún er um 176 cm á hæð, grannvaxin og með snoðklippt hár. Hún var klædd rauðri flíspeysu og svörtum joggingbuxum þegar hún fór frá heimilinu.

Lögreglan telur að Katja gæti hafa lagt leið sína suður til Reykjavíkur og jafnvel til Keflavíkur og þá farið um Hvalfjörðinn. Hún sást síðast þann klukkan átta í gærmorgun. Lögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir konunnar um að hafa samband við lögregluna á Snæfellsnesi í síma 430-4144.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×