Innlent

Átak gegn nauðgunum á Þjóðhátíð

Karlahópur Femínistafélags Íslands stóð í fyrsta sinn fyrir forvarnarátakinu Karlmenn segja nei við nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Engin nauðgun hefur verið kærð.

Farið var að stað með átakið árið 2003 en markmið þess er að fá karla til að velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Hópurinn sem stendur á bak við átakið vill að karlar taki afgerandi afstöðu gegn nauðunum. Hópurinn hefur bæði fyrir og um verslunarmannahelgar síðustu ár staðið fyrir átakinu en stóð fyrir átakinu í fyrsta sinn á Þjóðhátíð þetta ári. Þau segja sér hafa verið vel tekið. Alla helgina ræddi hópurinn við þjóðhátíðargesti og vonast þau til að átakið hafi áhrif á gestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×