Innlent

Hátíðarhöld hafa víðast hvar farið vel fram

Hátt í ellefu þúsund manns voru í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar man varla eftir annari eins þjóðhátíð en veðrið hefur leikið við gesti og allt gengið vonum framar. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglunni líkt og á Akureyri og Neskaupsstað.

Erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt en yfir tíu þúsund manns eru á þjóðhátíð í Eyjum. Fjórir gistu fangageymslur í nótt, einhver fíkniefnamál komu upp og tilkynnt var um eina líkamsárás undir morgun. Í gærkvöld var lokakvöld hátíðarinnar og var þéttar setið í brekkunni en oft áður. Veðrið lék við gesti en á meðal þeirra sem skemmtu voru Árni Johnsen sem stýrði brekkusöng. Formaður þjóðhátíðarnefndar er ánægður með hátína.

Þjóðhátíðargestir eru nú byrjaðir að streyma frá Eyjum. Byrjað var að fljúga í morgun og Herjólfur fer sína fyrstu ferð klukkan ellefu.

Mikill einnig hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Fjórtán gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Flugeldasýning var þar í gærkvöldi auk þess sem tónlistarmenn tróðu upp.

Lögreglan á Neskaupstað hafði einnig í nógu að snúast í nótt. Ekkert alvarlegt hefur þó komið upp þar um helgina frekar en á öðrum útihátíðum.

Talsvert var um pústra og slagsmál. Í umferðareftirliti í tengslum við Neistaflugið í gær voru 25 aðilar kærðir fyrir of hraðan akstur. Samtals hafa yfir sjötíu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði það sem af er helginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×