Innlent

Kampavínsklúbbnum Strawberries lokað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað rekstrarleyfi kampvínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu og hefur staðnum verið lokað. Að sögn lögreglu reyndist starfsemin sem þar fór fram ekki samrýmast starfsleyfinu. Samkvæmt lögum sem tóku gildi í byrjun júlí er nektardans á veitingastöðum bannaður nema að fenginni undanþágu. Nektardans verður þá bannaður á öðrum nektardansstöðum á höfuðborgarsvæðinu þegar rekstrarleyfin sem gefin voru út fyrir gildistöku laganna, renna út. Nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi var nýlega synjað um undanþágu til að bjóða upp á nektardans og má því álykta að það sama gangi yfir aðra nektardansstaði sæki þeir um slíka undanþágu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×