Þúsundir streyma á hátíðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2007 18:30 Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin hefur að mestu gengið vel. Lögreglan er mikið eftirlit um helgina og verður vel fylgst með ökumönnum um allt land. Lögreglumenn munu meðal annars fylgjast með umferð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjöldi fólks er nú þegar kominn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fyrr í dag taldi þjóðhátíðarnefnd að fjöldi gesta á svæðinu væri um fimm þúsund. Þjóðhátíðargestir hafa frá því í gær streymt til Vestmannaeyja. Mikil ölvun var í bænum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Fangageymslur voru fullar í Eyjum í nótt en öllum var sleppt í morgun. Tvö fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt. Einn var tekinn með hass þegar hann kom úr Herjólfi og annar með e-töflur inni í Herjólfsdal. Bðir voru með lítilræði af efnum á sér. Lögreglan hafði einnig hendur í hári tveggja fimmtán ára ölvaðra pilta sem stálu sendibifreið og enduðu utanvegar. Tuttugu og fimm lögreglumenn eru að störfum í bænum um helgina en sjö þeirra fást eingöngu við fíkniefnamál og hafa þeir þrjá fíkniefnahunda. Hvasst var í dalnum í gær og var bannað að tjalda þar vegna veðurs. Íþróttahús bæjarins var opnað og gistu þjóðhátíðargestir þar í nótt. Setja átti hátíðina formlega í klukkan hálf þrjú í dag en setningunni var frestað um til klukkan fjögur. Um það leiti fóru margir að tjalda Þeirsem ætla á þjóðhátíð en hafa hvorki tryggt sér flug eða pláss í Herjólfi gætu lent í vandræðum. Nær uppselt er í öll flug til og frá Eyjum um helgina en flug hefur gengið vel það sem af er degi. Hátíðar eru víðar en í Vestmanneyjum um helgina á Akureyri er Ein með öllu, á Siglufirði Síldarævintýrið, Neistaflug er á Neskaupsstað, Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni og Innipúkinn í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem enn hafa ekki ákveðið hvert halda skal um helgina er gott að hafa í huga að spáð er bjartasta veðrinu á Suðurlandi en blautast verður á Norðurlandi. Vindasamt verður á öllu landinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin hefur að mestu gengið vel. Lögreglan er mikið eftirlit um helgina og verður vel fylgst með ökumönnum um allt land. Lögreglumenn munu meðal annars fylgjast með umferð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjöldi fólks er nú þegar kominn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fyrr í dag taldi þjóðhátíðarnefnd að fjöldi gesta á svæðinu væri um fimm þúsund. Þjóðhátíðargestir hafa frá því í gær streymt til Vestmannaeyja. Mikil ölvun var í bænum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Fangageymslur voru fullar í Eyjum í nótt en öllum var sleppt í morgun. Tvö fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt. Einn var tekinn með hass þegar hann kom úr Herjólfi og annar með e-töflur inni í Herjólfsdal. Bðir voru með lítilræði af efnum á sér. Lögreglan hafði einnig hendur í hári tveggja fimmtán ára ölvaðra pilta sem stálu sendibifreið og enduðu utanvegar. Tuttugu og fimm lögreglumenn eru að störfum í bænum um helgina en sjö þeirra fást eingöngu við fíkniefnamál og hafa þeir þrjá fíkniefnahunda. Hvasst var í dalnum í gær og var bannað að tjalda þar vegna veðurs. Íþróttahús bæjarins var opnað og gistu þjóðhátíðargestir þar í nótt. Setja átti hátíðina formlega í klukkan hálf þrjú í dag en setningunni var frestað um til klukkan fjögur. Um það leiti fóru margir að tjalda Þeirsem ætla á þjóðhátíð en hafa hvorki tryggt sér flug eða pláss í Herjólfi gætu lent í vandræðum. Nær uppselt er í öll flug til og frá Eyjum um helgina en flug hefur gengið vel það sem af er degi. Hátíðar eru víðar en í Vestmanneyjum um helgina á Akureyri er Ein með öllu, á Siglufirði Síldarævintýrið, Neistaflug er á Neskaupsstað, Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni og Innipúkinn í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem enn hafa ekki ákveðið hvert halda skal um helgina er gott að hafa í huga að spáð er bjartasta veðrinu á Suðurlandi en blautast verður á Norðurlandi. Vindasamt verður á öllu landinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira