Innlent

Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Kristín var þingmaður Kvennalistans á árunum 1991-1999.
Kristín var þingmaður Kvennalistans á árunum 1991-1999.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur skipað Kristínu Ástgeirsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hún er skipuð til fimm ára frá og með 1. september næstkomandi.

Kristín hefur mjög fjölþætta reynslu á sviði jafnréttismála enda hefur hún starfað víða á þeim vettvangi. Hún er sagnfræðingur að mennt og fjallaði meðal annars meistararitgerð hennar um Ingibjörgu H. Bjarnason og íslenska kvennahreyfingu 1915-1930.

Kristín hefur gegnt starfi forstöðumanns Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands frá árinu 2005 og verið stundakennari í kynjafræðum við sama skóla frá árinu 2003. Enn fremur starfaði Kristín að málefnum kvenna á vegum utanríkisráðuneytisins og UNIFEM í Kosovo á árunum 2000-2001. Þá var Kristín alþingismaður á árunum 1991-1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×