Innlent

Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun

Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs.
Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Mynd/ Gunnar V. Andrésson

Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum.

Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komist á blað. Þá segir að tekjur ríka og fræga fólksins taki eðli málsins samkvæmt töluvert pláss í blaðinu, enda taki Mannlíf fullt tillit til þess að blað af þessu tagi hafi ekki síst þann tilgang að svala forvitni fólks um hagi þeirra sem mest beri á í samfélaginu.

„Tekjublaðið mun einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnur mikilvæg láglaunastörf auk þess sem mánaðarlaun tuttugu áberandi bloggara eru tilgreind," segir í tilkynningu frá Mannlífi.

Þetta er í fyrsta sinn sem tekjublað Mannlífs kemur út en Frjáls verslun hefur gefið út slíkt rit um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×