Innlent

Ekkert lát á skjálftum við Öskju

Lára Ómarsdóttir skrifar

Ekkert lát er á skjálftavirkni norðan Vatnajökuls, nánar tiltekið við Upptyppinga, austan Öskju. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst 130 skjálftar á svæðinu og eru skjálftarnir nú orðnir um 2300 frá því í febrúarlok. Það var um klukkan hálffjögur í gærmorgun sem síðasta skjálftahrinan byrjaði, og eru skjálftarnir ívið stækkandi að sögn Steinunnar Jakobsdóttur sem stendur skjálftavakt Veðurstofunnar.

Hrinan var óvenju löng að sögn Steinunnar. Hún sagði ljóst að skjálftarnir væru tengdir kvikuhreyfingum á einhvern hátt, en ekki sé hægt að segja til um að svo stöddu, hvort eldgos sé í vændum eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×