Innlent

440 íslenskir skátar á alheimsmóti

Nú stendur yfir á Englandi alheimsmót skáta og þar eru staddir 440 íslenskir skátar. Á alheimsmóti koma skátar saman til að endurnýja skátaheitin og fagna 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á morgun. Af því tilefni hyggjast Íslendingarnir baka 1000 pönnukökur fyrir gesti og gangandi.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er síðan væntanlegur á mótssvæðið 4. ágúst til að heilsa upp á íslensku skátana að því er segir í fréttatilkynningu frá skátunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×