Lífið

Íslenskur Simpsons þáttur endursýndur vegna truflana

Aðdáendur Simpsons fjölskyldunnar geta horft á íslensku útgáfuna á Stöð 2 Sirkus í kvöld.
Aðdáendur Simpsons fjölskyldunnar geta horft á íslensku útgáfuna á Stöð 2 Sirkus í kvöld. MYND/Stöð 2

Simpsons þátturinn sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi verður endursýndur á Stöð 2 Sirkus í kvöld klukkan 19.45 vegna truflana í útsendingu í gær. Um er ræða 400. þáttinn um hina vinsælu Simpsons-fjölskyldu og hefur hann af því tilefni verið talsettur á íslensku.

Fram kemur í tilkynningu frá Stöð 2 að truflanir hafi orðið víða í útsendingu á þættinum í gær. Vegna fjölda áskoranna hafi því verið ákveðið að endursýna þáttinn á Stöð 2 Sirkus í kvöld eftir fréttir.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að enska útgáfan af þessum tímamótaþætti verði sýnd næsta föstudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.