Nýjustu Potter bókinni lekið? 18. júlí 2007 11:05 Bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Svo virðist sem ,,Harry Potter and the Deathly Hallows", nýjustu bókinni um galdradrenginn vinsæla hafi verið lekið á netið. Myndir af því sem virtust vera hver einasta síða bókarinnar birtust á ýmsum skráarskiptasíðum á netinu í gær. Á myndunum liggur bókin á græn- og rauðmunstruðu teppi og er hver opna mynduð fyrir sig. Sumstaðar eru stafir óskýrir, en þó er endirinn auðlesanlegur. Miklar vangaveltur hafa verið um endinn, og örlög galdradrengsins, en höfundur bókanna, JK Rowlings, hefur gefið í skyn að tvær eða fleiri af aðalpersónum bókarinnar láti lífið. Bókin, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu um heim allan, kemur opinberlega fyrst út á Íslandi klukkan eina mínútu yfir ellefu föstudagskvöldið næstkomandi. Talsmaður Scholastic, útgáfufyrirtækis bókanna í Bandaríkjunum, sagðist vita af minnst þremur útgáfum af skránum og staðfesti að myndirnar væru ,,mjög sannfærandi". Fyrirtækið stefndi Gaia Interactive, sem rekur síðuna Gaiaonline.com, og krafðist þess að fyrirtæki léti af hendi upplýsingar um notanda síðunnar sem setti myndirnar upp á heimasvæði sínu. Gaia varð við því og fjarlægði myndirnar af síðunni. Útgefendur bókarinnar í Bretlandi vöruðu þó við því að falsarar væru mjög færir, og ekki væri víst að myndirnar væru ekta. Mikið húllumhæ verður vegna útgáfunnar á föstudagskvöldið og búa bókabúðir sig nú undir mikla örtröð. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Sjá meira
Svo virðist sem ,,Harry Potter and the Deathly Hallows", nýjustu bókinni um galdradrenginn vinsæla hafi verið lekið á netið. Myndir af því sem virtust vera hver einasta síða bókarinnar birtust á ýmsum skráarskiptasíðum á netinu í gær. Á myndunum liggur bókin á græn- og rauðmunstruðu teppi og er hver opna mynduð fyrir sig. Sumstaðar eru stafir óskýrir, en þó er endirinn auðlesanlegur. Miklar vangaveltur hafa verið um endinn, og örlög galdradrengsins, en höfundur bókanna, JK Rowlings, hefur gefið í skyn að tvær eða fleiri af aðalpersónum bókarinnar láti lífið. Bókin, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu um heim allan, kemur opinberlega fyrst út á Íslandi klukkan eina mínútu yfir ellefu föstudagskvöldið næstkomandi. Talsmaður Scholastic, útgáfufyrirtækis bókanna í Bandaríkjunum, sagðist vita af minnst þremur útgáfum af skránum og staðfesti að myndirnar væru ,,mjög sannfærandi". Fyrirtækið stefndi Gaia Interactive, sem rekur síðuna Gaiaonline.com, og krafðist þess að fyrirtæki léti af hendi upplýsingar um notanda síðunnar sem setti myndirnar upp á heimasvæði sínu. Gaia varð við því og fjarlægði myndirnar af síðunni. Útgefendur bókarinnar í Bretlandi vöruðu þó við því að falsarar væru mjög færir, og ekki væri víst að myndirnar væru ekta. Mikið húllumhæ verður vegna útgáfunnar á föstudagskvöldið og búa bókabúðir sig nú undir mikla örtröð.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Sjá meira