Innlent

Margir þeirra sem orsaka banaslys eru með fjölda ökupunkta

Flest banaslys á síðasta ári mátti rekja til hraða- og ölvunaraksturs. Margir þeirra ökumanna sem orsökuðu banaslys á árinu 2006 voru með fjölda refsipunkta í ökuferilsskrá.

Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa vegna síðasta árs var birt í dag. Þrjátíu og einn lét lífið í tuttugu og átta banaslysum á síðasta ári. Sjá má að hraða- og ölvunarakstur og skortur á bílbeltanotkun ollu flestum banaslysunum.

Nefndin telur líklegt að sex ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysin ef þeir hefðu notað bílbelti.

Margir þeirra ökumanna sem orsökuðu banaslys á árinu 2006 voru með fjölda refsipunkta í ökuferilsskrá og vekur það athygli nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×