Innlent

Mótorhjól og fjórhjól rákust saman

Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman.

Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað




Fleiri fréttir

Sjá meira


×