Innlent

Fluttur til Reykjavíkur eftir útafakstur

Flytja þurfti tvítugan karlmann með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll sem hann ók fór útaf veginum undir Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í morgun. Ökumaður þykir hafa sloppið vel miðað við aðstæður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Snæfellsbæ hafnaði bíllinn úti í grjótgarði og er hann gjörónýtur. Maðurinn var einn í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×