Innlent

Tveir stútar teknir á Akureyri í dag

Lögreglan á Akureyri hefur kallað á aukamannskap til að tryggja að allt fari vel fram í kvöld.
Lögreglan á Akureyri hefur kallað á aukamannskap til að tryggja að allt fari vel fram í kvöld. MYND/HS

Tveir menn voru teknir vegna ölvunaraksturs á Akureyrir um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar höfðu mennirnir farið of snemma af stað eftir gleðskap næturinnar.

Mikið annríki hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri vegna hátíðarinnar Bíladagar sem nú fer fram þar í bæ.

Alls þurfti lögreglan á Akureyri að hafa afskipti af 40 ökumönnum í gærkvöldi vegna hraðaksturs. Voru ökumennirnir að aka að meðaltali á 110 til 142 km hraða. Minna hefur verið um hraðakstur í dag að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×