Innlent

Dæmdur fyrir bjórauglýsingu

Heinecken var auglýstur í Fréttablaðinu
Heinecken var auglýstur í Fréttablaðinu Mynd/ Visir.is

Hæstiréttur dæmdi í dag Ásgeir Johansen, framkvæmdastjóra Rolf Johansen & Company, til að greiða 500 þúsund króna sekt fyrir brot á áfengislögum. Fréttablaðið birti bjórauglýsingar frá fyrirtækinu fyrir ári síðan undir fyrirsögninni „Flott og sexý" með mynd af Heineken bjór. Taldi ákæruvaldið að umrædd auglýsing bryti í bága við bann 20. greinar áfengislaga, sem kveður á um bann við auglýsingum á áfengi og einstökum áfengistegundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×