Innlent

Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar

Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið

Skýrsla Atvinnulífshóps Framtíðarlandsins um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði var rædd á morgunfundi í Norræna húsinu í morgun. Í skýrslunni er reynt að svara þeirri spurningu hvort framkvæmdirnar hafi verið réttar og skynsamlegar miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónarmið og hagstjórn.

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur og einn skýrsluhöfunda, sagði virkjunina ekki hafa staðist arðsemispróf. Hann sagði að einkafyrirtæki hefði aldrei farið í slíkar framkvæmdir. Rétt væri að einkavæða fyrirtækið svo arðsemi framkvæmda yrði alltaf höfð að leiðarljósi en ekki pólitísk- og byggðarsjónarmið.

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, sagði ekki rétt að framkvæmdirnar væru ekki arðsamar, annars hefði ekki verið farið út í þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×