Innlent

Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Pjetur

Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan.

Þeim sem ekki nenntu að bíða eftir að göngin yrðu opnuð var bent á að fara Hvalfjörðinn og gátu að sögn lögreglunnar notið veðurblíðunnar þar.

Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og var því ekki mikið slasaður. Ekki liggur fyrir hvers vegna bíllinn valt í göngunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×