Fá ekki byggingarleyfi vegna flóðahættu 10. júní 2007 18:45 Óvíst er hvort tuttugu eigendur sumarhúsalóða á Skeiðunum fá að byggja á lóðum sínum. Eftir flóðin á Suðurlandsundirlendinu í desember var ákveðið að byggingarleyfi yrðu ekki gefin út vegna flóðahættu. Eigendur lóðanna gætu því staðið uppi með verðlausar eignir. Miklir vatnavextir urðu víða á Suðurlandsundirlendinu í desember á síðasta ári. Ár flæddu yfir bakka sína og settu hús og búfénað í hættu. Jafn stórt flóð og myndaðist á Skeiðunum hafði ekki orðið í áratugi. Sumarbústaðaeigendur í Merkurhrauni urðu innlyksa og það flæddi yfir sumarbústaðarland í Kílhrauni. Ekki var talin flóðahætta á svæðinu og á síðasta ári fékkst samþykkt deiliskipulag fyrir nítíu sumarhúsalóðir í Kílhrauni. Tuttugu lóðir höfðu þegar verið seldar þegar flóðið varð en engir sumarbústaðir höfðu þó risið. Lóðareigendur greiddu frá einni og hálfri milljón króna hver fyrir sína lóð. Þeim hefur nú verið neitað um bygginarleyfi þar til búið er að meta flóðahættu en nokkrir þeirra höfðu látið byggja bústaði fyrir sig. Aðeins flæddi inn á fáar lóðir en ákveðið var þó að gefa ekki út bygginarleyfi á svæðinu öllu. Eigandi landsins og seljandi lóðanna er ósáttur. Hann segir að vegir sem höfðu verið lagðir á tveimur stöðum á svæðinu hafi stíflað farveginn og vatn því farið inn á lóðir sem það hefði annars ekki farið inn á. Hann vill að stíflurnar verði fjarlægðar og byggingarleyfi gefin út. Skipulagsyfirvöld á svæðinu segja stíflurnar ekki einu ástæðu þess hve flóðið varð stórt. Þau standa fast við þá ákvörðun sína að gefa ekki út byggingarleyfi að svo stöddu. Verið er nú að kortleggja flóðið og fara yfir eldri flóð. Ekki fyrr en að þeirri vinnu lokinni mun skipulagsnefndin taka ákvörðun um framtíð svæðisins. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Óvíst er hvort tuttugu eigendur sumarhúsalóða á Skeiðunum fá að byggja á lóðum sínum. Eftir flóðin á Suðurlandsundirlendinu í desember var ákveðið að byggingarleyfi yrðu ekki gefin út vegna flóðahættu. Eigendur lóðanna gætu því staðið uppi með verðlausar eignir. Miklir vatnavextir urðu víða á Suðurlandsundirlendinu í desember á síðasta ári. Ár flæddu yfir bakka sína og settu hús og búfénað í hættu. Jafn stórt flóð og myndaðist á Skeiðunum hafði ekki orðið í áratugi. Sumarbústaðaeigendur í Merkurhrauni urðu innlyksa og það flæddi yfir sumarbústaðarland í Kílhrauni. Ekki var talin flóðahætta á svæðinu og á síðasta ári fékkst samþykkt deiliskipulag fyrir nítíu sumarhúsalóðir í Kílhrauni. Tuttugu lóðir höfðu þegar verið seldar þegar flóðið varð en engir sumarbústaðir höfðu þó risið. Lóðareigendur greiddu frá einni og hálfri milljón króna hver fyrir sína lóð. Þeim hefur nú verið neitað um bygginarleyfi þar til búið er að meta flóðahættu en nokkrir þeirra höfðu látið byggja bústaði fyrir sig. Aðeins flæddi inn á fáar lóðir en ákveðið var þó að gefa ekki út bygginarleyfi á svæðinu öllu. Eigandi landsins og seljandi lóðanna er ósáttur. Hann segir að vegir sem höfðu verið lagðir á tveimur stöðum á svæðinu hafi stíflað farveginn og vatn því farið inn á lóðir sem það hefði annars ekki farið inn á. Hann vill að stíflurnar verði fjarlægðar og byggingarleyfi gefin út. Skipulagsyfirvöld á svæðinu segja stíflurnar ekki einu ástæðu þess hve flóðið varð stórt. Þau standa fast við þá ákvörðun sína að gefa ekki út byggingarleyfi að svo stöddu. Verið er nú að kortleggja flóðið og fara yfir eldri flóð. Ekki fyrr en að þeirri vinnu lokinni mun skipulagsnefndin taka ákvörðun um framtíð svæðisins.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira