Fótbolti

Richard Keyes hraunaði yfir Færeyinga (Myndband)

Richard Keyes er ekki hrifinn af færeyska landsliðinu
Richard Keyes er ekki hrifinn af færeyska landsliðinu

Þáttastjórnandinn Richard Keyes á Sky Sports sjónvarpsstöðinni ætti að vera flestum áhugamönnum um enska boltann af góðu kunnur. Hann hljóp þó illa á sig þegar hann greindi frá leik Færeyinga og Skota á dögunum, þar sem hann úthúðaði Færeyingum óafvitandi í beinni útsendingu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndbandið.

Færeyska liðið er ekki hátt skrifað í knattspyrnuheiminum en Skotar þurftu þó nauðsynlega á sigri að halda í leiknum. Keys var kynnir í stúdíói og þegar hann hélt að hann væri farinn úr loftinu mátti heyra hann segja "Já, já, sjáum ykkur. Ljóti völlur, lélega lið, farið í ras**at"

Keyes hefur verið aðalmaðurinn í settinu á Sky síðan sjónvarpsstöðin hóf útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni árið 1992 og hefur verið í sjónvarpi síðan árið 1980. Talsmenn stöðvarinnar segja að þarna hafi aðeins verið um "tæknileg mistök" að ræða og að efni sem ekki hafi átt að fara í loftið hafi óvart verið sent út. Þeir hafa beðist velvirðingar ef eitthvað af því sem fór í loftið hafi valdið særindum.

Smelltu hér til að sjá myndband af þessu neyðarlega atviki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×