Nýr kærasti Jennifer Aniston nafngreindur Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 7. júní 2007 10:24 Hann er kannski ekkert svo ólíkur Brad? People magazine segist hafa heimildir fyrir því hvert leyndardómsfulla kyntröllið hennar Jennifer Aniston sé. Hinn heppni heitir Paul Sculfor og er 36 ára bresk fyrirsæta. Parið sást fyrst saman um hvítasunnuhelgina, þegar þau snæddu saman rómantískan kvöldverð á One Pico veitingastaðnum í Santa Monica. Þar létu þau vel hvort að öðru og Sculfor sást strjúka bak Aniston. Vinkona Sculfors og fyrrverandi kærasta, Lafði Victoria Hervey lýsir honum sem miklum herramanni. ,,Einfaldir hlutir, eins og að opna hurðir, hann gerir svoleiðis. Hann hugsar alltaf um konuna á undan sjálfum sér" sagði Hervey. Sculfor, sem er fyrrverandi boxari og byggingaverkamaður, hefur meðal annars birst í auglýsingum fyrir Christian Dior og Jean Paul Gaultier. Hann varð þó fyrst frægur í heimalandinu fyrir Levi's auglýsingu þar sem hann lék drukknandi sjómann sem hópur hafmeyja reynir að rífa buxurnar af. Talsmaður Aniston neitaði að staðfesta það sem hann kallar ,,snemmbúnar fregnir af einkalífi Jennifer" Aniston hætti í október með Vince Vaughn eftir árs samband, en áður var hún gift Brad Pitt. Svo bætist enn í kviðmágatal Hollywood, en fyrrverandi kærasta Sculfors er Lisa Snowdon, sem er einmitt fyrrverandi kærasta George Clooney, eins besta vinar Brads Pitt. Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
People magazine segist hafa heimildir fyrir því hvert leyndardómsfulla kyntröllið hennar Jennifer Aniston sé. Hinn heppni heitir Paul Sculfor og er 36 ára bresk fyrirsæta. Parið sást fyrst saman um hvítasunnuhelgina, þegar þau snæddu saman rómantískan kvöldverð á One Pico veitingastaðnum í Santa Monica. Þar létu þau vel hvort að öðru og Sculfor sást strjúka bak Aniston. Vinkona Sculfors og fyrrverandi kærasta, Lafði Victoria Hervey lýsir honum sem miklum herramanni. ,,Einfaldir hlutir, eins og að opna hurðir, hann gerir svoleiðis. Hann hugsar alltaf um konuna á undan sjálfum sér" sagði Hervey. Sculfor, sem er fyrrverandi boxari og byggingaverkamaður, hefur meðal annars birst í auglýsingum fyrir Christian Dior og Jean Paul Gaultier. Hann varð þó fyrst frægur í heimalandinu fyrir Levi's auglýsingu þar sem hann lék drukknandi sjómann sem hópur hafmeyja reynir að rífa buxurnar af. Talsmaður Aniston neitaði að staðfesta það sem hann kallar ,,snemmbúnar fregnir af einkalífi Jennifer" Aniston hætti í október með Vince Vaughn eftir árs samband, en áður var hún gift Brad Pitt. Svo bætist enn í kviðmágatal Hollywood, en fyrrverandi kærasta Sculfors er Lisa Snowdon, sem er einmitt fyrrverandi kærasta George Clooney, eins besta vinar Brads Pitt.
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning