Innlent

Ríkislögreglustjóri braut ekki gegn jafnræðisreglu í Baugsmálinu

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. MYND/E.Ól.

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, braut ekki gegn jafnræðisreglu við meðferð ákæruvalds í sakamáli á hendur Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni. Þetta er niðurstaða athugunar Boga Nilsson, ríkissaksóknara, á málinu. Jóhannes hélt því fram að hann hafi ekki setið við sama borð og Jón Gerald Sullenberg í þeim hluta Baugsmálsins er snerist um tollalagabrot.

Í bréfi sem ríkissaksóknari sendi Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar Jónssonar, í gær kemur fram að ríkissaksóknari telji að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglunni þegar hann ákvað að gefa ekki út ákæru á hendur Jóni Geraldi Sullenberg í þeim hluta Baugsmálsins er snerist um brot á tollalögum.

Ríkissaksóknari rökstyður niðurstöðu sína með því að hann telji hlutur Jóhannesar og Jóns Geralds ekki hafa verið sambærilegur. Jóhannes hafi verið aðalmaður í málinu en Jón hins vegar aðeins átt hlutdeild í brotinu.

Jóhannes sýknaður af öllum ákærum.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×