Fótbolti

Fimm breytingar á íslenska landsliðinu

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni EM í knattspyrnu í Svíþjóð í kvöld. Hann gertir fimm breytingar á liðinu frá leiknum við Liechtenstein um helgina.

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikbanni í leiknum gegn Svíum í kvöld og það kemur í hlut Hannesar Sigurðssonar að leika einn í framlínunni og kemur hann inn í stað Veigars Páls Gunnarssonar. Fyrir aftan hann verður Theódór Elmar Bjarnason og á miðjunni leika þeir Brynjar Björn Gunnarsson fyrirliði og Arnar Þór Viðarsson. Veigar Páll Gunnarsson, Stefán Gíslason, Kristján Örn Sigurðsson og Matthías Guðmundsson detta út úr byrjunarliðinu frá leiknum við Liechtenstein.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson

Miðverðir: Ólafur Örn Bjarnason og Ívar Ingimarsson

Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Arnar Þór Viðarsson

Sóknartengiliður: Theódór Elmar Bjarnason

Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson

Leikurinn hefst klukkan 18:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×